Þessi skilmáli gildir um sölu á vöru og þjónustu Danhólm Ehf til neytenda.
Upplýsingar um fyrirtækið Danhólm Ehf. Kt. 410724-0730 VSK
númer IS 153478. Borgarflöt 7 Sauðárkróki
Danhólm ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verð
upplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Við veitum upplýsingar um vörur eftir okkar bestu vitund hverju sinni. Við birtum allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum. Vöruúrval getur verið mismunandi á milli vefverslunar og verslunar.
Ennfremur áskilum við okkur rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda. Undir þeim kringumstæðum fær kaupandi tilkynningu ásamt upplýsingum um hvað gæti mögulega hentað í staðinn. Kaupandi fær þá möguleika á að samþykkja þá tillögu eða aflýsa pöntun í heild sinni.
Ábyrgð
Allar upplýsingar hér á vef Danhólms eru birtar eftir bestu vitund. Danhólm tekur
ekki ábyrgð á fjárhagslegu eða ófjárhagslegu tjóni af neinu tagi sem notandi eða
aðrir kunna að verða fyrir vegna notkunar á vefsvæðinu eða sökum
innsláttarvillna, rangra mynda eða mistaka í uppsetningu.
Vöruskil
Vöruskil eru almennt ekki í boði nema lög kveði á um annað. Veittur er 14 daga
skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með
fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð,
í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er
skilað.
Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við
upprunalegt verð hennar. Einungis eru veittar inneignanótur hjá Danhólm ehf við
vöruskil.
Allar pantanir eru afgreiddar eins fljótt og auðið er. Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.
Boðið er uppá eftirfarandi: Afhending á vöru í Borgarflöt 7, Sauðárkróki.
Einnig er hægt að koma vörum á Vörumiðlun og gildir flutningsleiðakerfi Eimskip/Samskip. Gildir ábyrgðarskilmálar Vörumiðlun við flutning á vöru. Greiðir kaupandi allan sendingarkostnað.
Danhólm ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi.
Ef vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að hún er send frá Danhólm til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Í öllum tilvikum greiðist sendingarkostnaður að fullu af kaupanda vöru nema annað sé um samið.
Kennitala: 410724-0730,
VSK númer: 153478,
Staðsetning: Borgarflöt 7 Sauðárkróki
Netfang: Danholmehf@gmail.com
Sími: 7766079