Um Danhólm
Danhólm ehf. var stofnað í júlí 2024 af Danieli Þór Gunnarssyni og Hólmfríði Sylvíu Björnsdóttur. Markmið okkar er að útvega rafknúin liðléttingartæki- og vélar á viðráðalegu verði. Hugmyndin að Danhólm kviknaði þegar Daniel Þór var að leita að nýjum liðléttingi fyrir tengdaföður sinn en þá komst hann að því að veruleg skortur er á framboði á tækjum á Íslandi sem einnig eru á hagstæðu verði. Eftir að hafa átt í samskiptum við Aolite sem er þekktur vélaframleiðandi og sótt stóra iðnaðarsýningu í Frakklandi var grunnurinn að Danhólm lagður og umboð fengið fyrir Aolite-vélar á Íslandi. Yfirbygging Danhólm ehf. er lítil til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar vörur á sem hagstæðustu verði.
Danhólm er með aðsetur á Borgarflöt 7, Sauðárkróki. Við erum stolt af því að geta boðið góðar vörur á hagstæðu verði og meira vöruúrval fyrir bændur og verktaka. Vöruúrvalið okkar er fjölbreytt og samanstendur það af rafmagns-liðléttingum, rafmagns- og dísel-hjólaskóflum og minni dísel-beltagröfum. Einnig erum við með landbúnaðarvörur eins og rúlluplast, belgplast og net. Við bjóðum upp á varahluti og ábyrgðarviðhald í samstarfi við iðnaðarmeistarann okkar, sem tryggir það að viðskiptavinir okkar fá fyrsta flokks þjónustu. Danhólm skuldbindur sig til að eiga helstu varahluti á lager fyrir hverja týpu af vél sem seldar eru hjá okkur. Sem þýðir að ef þú kaupir vél hjá okkur veistu að þú getur alltaf fengið síur, dekk, felgur, rafgeyma og fleira.
Aolite er stór vélaframleiðandi og framleiðir vélarnar sem við erum að bjóða, en Aolite hefur lengi framleitt grindur og íhluti fyrir stærri merki. Árið 2005 fór Aolite að framleiða díseldrifnar-hjólskóflur undir sínu eigin merki. Aolite jók síðan vöruframboð sitt töluvert mikið og byrjuðu þeir að framleiða liðléttinga, gröfur og ýmis önnur tæki. Verksmiðja Aolite hefur alltaf verið framarlega í öllu stálverki og suðuvinnu. Aolite hefur verið í samstarfi við önnur stór fyrirtæki um íhluti sem eru meðal annars frá Danfoss og Weifang Deutz. Verksmiðja Aolite er staðsett í Kína og hafa þeir sótt í sig veðrið norður í Evrópu. Vélar frá Aolite er að finna í mörgum löndum Evrópu t.d. Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi og fleiri löndum.
Kennitala: 410724-0730,
VSK númer: 153478,
Staðsetning: Borgarflöt 7 Sauðárkróki
Netfang: Danholmehf@gmail.com
Sími: 7766079